Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 25. september 2022 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
U18 landslið Frakka gat ekki haldið áfram eftir fjórða rauða
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

U18 ára landslið Frakka spilaði vináttulandsleik við Pólland í dag og fór allt úr böndunum eftir leikhlé.


Staðan var 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik en eftir leikhlé byrjuðu rauðu spjöldin að fljúga.

Frakkar fengu tvö rauð spjöld á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks þar sem dómarinn var óhræddur við að gefa mönnum seinna gula spjaldið fyrir smávægileg brot.

Pólverjar tóku forystuna með marki á 70. mínútu, tveimur mönnum fleiri, og skömmu eftir markið fóru rauðu spjöldin aftur á loft. Eftir þriðja rauða spjaldið voru ungir leikmenn franska liðsins orðnir hundfúlir á dómgæslunni og stutt í reiðina.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fjórða og síðasta rauða spjald leiksins sem varð einnig til þess að dómarinn þurfti að flauta af. Bæði lið verða að vera með 8 leikmenn eða fleiri á vellinum til að hægt sé að spila leikinn.

Síðasta rauða spjaldið átti fullan rétt á sér og líklegt að táningurinn sem um ræðir verði settur í leikbann og tekinn úr franska landsliðinu. Hann heitir Darnel Eric Bile og er samningsbundinn AS Saint-Etienne.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner