Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 25. nóvember 2019 12:03
Elvar Geir Magnússon
Einar Logi hættur hjá ÍA
Einar Logi Einarsson.
Einar Logi Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsverðar breytingar verða á varnarlínu ÍA fyrir næsta tímabil en nú er ljóst að Einar Logi Einarsson verður ekki með liðinu.

Einar segir í samtali við Skagafréttir að valið hafi staðið á milli aukavinnu og fótboltans.

„Ég starfa sem sjúkraflutningamaður meðfram störfum mínum sem tölvunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Það er krefjandi að láta þetta allt ganga upp. Sjúkraflutningastarfið og fótboltinn fór ekki alveg nógu vel saman og ég tók því ákvörðun að hætta hjá ÍA. Það er alveg útilit fyrir það að ég taki mér bara frí frá fótboltanum um óákveðinn tíma," sagði Einar Logi sem er 28 ara.

Einar Logi lék 19 leiki á síðustu leiktíð með ÍA í Pepsi Max-deildinni, og skoraði hann þrjú mörk.

Þá hefur Arnór Snær Guðmundsson lagt skóna á hilluna en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari.

Nýverið var gengið frá starfslokum Spánverjans Gonzalo Zamorano og Albert Hafsteinsson ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.

- Sænski varnarmaðurinn Marcus Johansson er með samning við ÍA á næstu leiktíð. Í fyrstu útgáfu á frétt Skagafrétta var rangt farið með þá staðreynd.
Athugasemdir
banner