Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   lau 25. nóvember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tveir ungir semja við Stjörnuna
Guðmundur Thor
Guðmundur Thor
Mynd: Stjarnan
Guðmundur Thor Ingason og Magnús Kjartansson skrifuðu á dögunum undir samning hjá Stjörnunni.

Guðmundur er 18 ára gamall varnarmaður og uppalinn Stjörnumaður, en hann var að skrifa undir sinn fyrsta samning við félagið.

Á síðasta tímabili spilaði hann með KFG, venslafélagi Stjörnunnar, í 2. deildinni og spilaði þar 16 leiki. Þá lék hann fjóra leiki í Fótbolta.net bikarnum er liðið kom sér alla leið í úrslit.

Þá hefur markvörðurinn ungi og efnilegi, Magnús Kjartansson, skrifað undir nýjan samning.

Magnús er 19 ára gamall og lék sömuleiðis með KFG í sumar, þar sem hann spilaði 8 leiki í deild.


Athugasemdir
banner
banner