Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. janúar 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst sérstakt að Jón Þór hafi litið algjörlega framhjá sér
Það er alltaf mikill heiður að vera valin og fá að spila með landsliðinu. Ég vona að ég fái það tækifæri aftur fljótlega
Það er alltaf mikill heiður að vera valin og fá að spila með landsliðinu. Ég vona að ég fái það tækifæri aftur fljótlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar þessi ummæli féllu, játa ég það alveg, að mér fannst ég búin að eiga gott tímabil og fannst sérstakt að hann hafi samt sem áður litið algjörlega framhjá mér
Þegar þessi ummæli féllu, játa ég það alveg, að mér fannst ég búin að eiga gott tímabil og fannst sérstakt að hann hafi samt sem áður litið algjörlega framhjá mér
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Jón Þór Hauksson, fyrrum landsliðsþjálfari.
Jón Þór Hauksson, fyrrum landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„En maður getur víst ekki valið sig sjálfur í landsliðið og verður því bara að einbeita sér að sjálfum sér og vona að maður uppskeri."

Guðrún Arnardóttir á að baki átta A-landsleiki. Sá fyrsti kom árið 2015 gegn Japan og sá síðasti til þessa var gegn Suður-Kóreu í apríl árið 2019. Guðrún er 25 ára gamall varnarmaður og var hún til viðtals hjá Fótbolta.net fyrr í dag, þar var hún spurð út í landsliðið og svör hennar má sjá hér að neðan.

Viðtalið við Guðrúnu:
Af parketinu í Torfnesi á eitt stærsta svið Evrópu

Guðrún dettur út úr landsliðshópnum þegar líður á árið 2019 en einhvejir kölluðu eftir að hún kæmi aftur inn og yrði valin í haustverkefnin 2020, svo varð ekki raunin. Hvernig horfir það við henni?

„Eins og ég sagði hér áðan [fyrr í dag], þá var ég ekki upp á mitt best árið 2019 og stóð mig ekkert rosalega vel og fannst það alveg réttlátt þegar ég datt út úr landsliðshópnum seinni hluta árs, enda samkeppnin í hópnum, og að komast í hópinn, mikil."

„Ég var hins vegar mjög ánægð með frammistöðu mína 2020 og játa það alveg að ég hafi verið vonsvikin að hafa ekki verið valin í landsliðið seinni hluta 2020."

„Þó mér finnst ég hafi átt skilið að detta úr hópnum 2019 þá fannst mér frammistaða mín sumarið 2020 alveg vera nægilega góð til þess að eiga tilkall í landsliðshópinn um haustið. Í landsliðinu er mikið að góðum leikmönnum og verður maður að virða val landsliðsþjálfarans hverju sinni,"
sagði Guðrún.

„Fannst sérstakt að hann hafi samt sem áður litið algjörlega framhjá mér"

„Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við í landsliðinu myndum vilja sjá fleiri leikmenn í sterkari deildum í Evrópu.”
Þetta voru orð Jóns Þórs Haukssonar, þáverandi landsliðsþjálfara, í viðtali við Fótbolta.net fyrir fyrsta verkefnið síðasta haust. Hvað hugsaði Guðrún þegar hún heyrði hann segja þetta en hún, sem leikur í stórri deild í Evrópu, var ekki valin?

„Mér finnst þetta innlegg alveg eiga fullan rétt á sér. Auðvitað viljum við að leikmenn taki næstu skref og að íslenskar knattspyrnukonur verði betri og komist á hærra level almennt."

„Þegar þessi ummæli féllu, játa ég það alveg, að mér fannst ég búin að eiga gott tímabil og fannst sérstakt að hann hafi samt sem áður litið algjörlega framhjá mér. En maður getur víst ekki valið sig sjálfur í landsliðið og verður því bara að einbeita sér að sjálfum sér og vona að maður uppskeri."


Alltaf mikil heiður að spila með landsliðinu
Er eitthvað sem stendur upp úr með landsliðinu til þessa?

„Ég hef nátturulega ekki verið valin mjög oft og á ennþá færri leiki þannig ef ég verð að velja þá myndi ég örugglega segja að persónulegi hápunkturinn minn sem tengist landsliðinu sé líklegast fyrsti landsleikurinn."

Eitthvað að lokum um landsliðið?

„Það er alltaf mikill heiður að vera valin og fá að spila með landsliðinu. Ég vona að ég fái það tækifæri aftur fljótlega," sagði Guðrún.
Athugasemdir
banner
banner
banner