Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   fim 26. mars 2020 16:05
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Brighton með kórónaveiruna
Ónefndur leikmaður Brighton hefur greinst með kórónaveiruna en þetta staðfesti Paul Barber, framkvæmdastjóri félagsins, á fréttamannafundi í dag.

Þrír starfsmenn Brighton voru sendir í rannsóknir eftir að hafa sýnt einkenni Covid-19. Einn leikmaður reyndist smitaður.

„Hann greindist jákvæður í dag sem er leiðinlegt en hann er í lagi og það er verið að huga að honum í augnablikinu," sagði Barber.

Barber bætti við að einungis þeir sem sýna einkenni séu sendir í rannsóknir vegna veirunnar.
Athugasemdir
banner
banner