Næstu tveir heimaleikir Englands fara ekki fram á þjóðarleikvangnum, Wembley. Ástæðan fyrir því að seinni leikurinn verður færður er tónleikaröð stórhljómsveitarinnar Coldplay í London.
Næsti heimaleikur Englands er í júní og er það vináttulandsleikur gegn Senegal. Sá leikur verður spilaður í Nottingham en það er ekki alltaf þannig að vináttuleikir séu á Wembley.
Næsti heimaleikur Englands er í júní og er það vináttulandsleikur gegn Senegal. Sá leikur verður spilaður í Nottingham en það er ekki alltaf þannig að vináttuleikir séu á Wembley.
Næsti keppnisleikur Englands á heimavelli er svo gegn Andorra í september og er það ljóst núna að sá leikur verður á Villa Park í Birmingham.
Coldplay er með tíu tónleika á heimavelli fótboltans á milli 22. ágúst og 8. september næstkomandi.
Síðasti landsleikur Englands sem fór fram á Villa Park var vináttulandsleikur gegn Hollandi árið 2005.
England hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM.
Athugasemdir