Logi Tómasson skoraði sturlað mark þegar Víkingur R. gerði 3-3 jafntefli við Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.
Talað er um það að mark ársins í deildinni sé nú þegar komið.
Talað er um það að mark ársins í deildinni sé nú þegar komið.
Logi kom Víkingum í 2-1 með markinu. Hann fór illa með tvo af bestu miðvörðum deildarinnar, þá Eið Aron Sigurbjörnsson og Orra Sigurð Ómarsson. Hann klobbaði þá báða áður en hann smellti boltanum í netið. Magnað!
Í viðtali eftir leik sagði Logi að þetta hefði nú ekki verið neitt „flókið".
„Ég fékk hann bara frá Rick, klobbaði Eið, klobbaði Orra og setti hann bara í vinkilinn, þetta er ekki flókið. Þetta var gaman, ég bjóst ekki við að spila en mér leið bara vel," sagði Logi.
Vísir.is hefur birt myndband af markinu. Það má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir