Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Patrick Vieira, fyrrum leikmenn Arsenal, vilja hjálpa Daniel Ek að kaupa félagið af Stan Kroenke.
Hinn 38 ára gamli Ek hefur verið stuðningsmaður Arsenal alla sína tíð en hann er eigandi Spotify.
Á föstudaginn tilkynnti Ek að hann vildi kaupa Arsenal og honum er alvara með áhuga sínum.
Hinn 38 ára gamli Ek hefur verið stuðningsmaður Arsenal alla sína tíð en hann er eigandi Spotify.
Á föstudaginn tilkynnti Ek að hann vildi kaupa Arsenal og honum er alvara með áhuga sínum.
Henry, Bergkamp og Vieira ætla að leggja hönd á plóg og hjálpa Ek að reyna að kaupa félagið.
Stuðningsmenn Arsenal fagna mögulegum kaupum en þeir eru eins og margir óánægðir með eigandann eftir Ofurdeildarævintýrið í síðustu viku.
Sjá einnig:
Henry: Ég þekki ekki Arsenal lengur
Athugasemdir