Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry: Ég þekki ekki Arsenal lengur
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, einn besti leikmaður í sögu Arsenal - ef ekki sá besti - segist ekki þekkja Arsenal lengur.

Arsenal var á meðal þeirra félagið sem hugðist taka þátt í Ofurdeildinni en hefur dregið þáttöku sína til baka. Ofurdeildin gerði stuðningsfólk fótboltafélaga víðs vegar um Evrópu brjálað þar sem hún snerist um að gera ríku félögin ríkari. Tólf félög hefðu átt fast sæti í keppninni á ári hverju og hefðu ekki þurft að vinna fyrir því.

Ofurdeildin féll á skömmum tíma eftir mikil mótmæli frá fótboltastuðningsfólki.

„Ég þekki ekki Arsenal lengur. Að félagið hafi reynt að fara í lokaða deild, ég skil það ekki," sagði Henry við Telegraph. „Félagið er rekið eins og fyrirtæki, ekki fótboltafélag."

Stofnandi og framkvæmdastjóri hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Arsenal.

Sjá einnig:
Þúsundir mættu til að mótmæla Kroenke
Athugasemdir
banner
banner
banner