Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 26. apríl 2022 11:54
Innkastið
Bestur í 2. umferð - Tæklingin sem gaf tóninn
Oliver Stefánsson (ÍA)
Oliver Stefánsson átti frábæran leik.
Oliver Stefánsson átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson, 19 ára leikmaður ÍA, var valinn besti leikmaður 2. umferðar Bestu deildarinnar en þetta var opinberað í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar

„Oliver var stórkostlegur á miðjunni í dag, lokandi öllum svæðum fyrir framan vörn Skagamanna og tæklandi allt sem þurfti að tækla, auk þess að stýra samherjum sínum gríðarlega vel og sýnandi frábæran karakter," skrifaði Baldvin Már Borgarsson fréttamaður Fótbolta.net sem var á Akranesi.

Oliver átti einnig stóran þátt í fyrsta markinu í 3-0 sigri Skagamanna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Í Innkastinu var talað um tæklingu Olivers í stöðunni 0-0 sem ákveðinn vendipunkt í leiknum sem hafi gefið tóninn. Hann tæklaði boltann þá af Kristal Mána Ingasyni.

„Hann stimplar leikinn í gang. Þetta snýst þarna," segir Sæbjörn Steinke.

„Maður fann það bara á vellinum, Skagamenn vildu fá brot hinumegin á vellinum og þessi nítján ára durgur á miðjunni segir hingað og ekki lengra. Hann fann það að hann þyrfti að stíga upp og tekur alvöru tæklingu beint fyrir framan ÍA og allt tryllist í stúkunni," segir Sverrir Mar Smárason.

Oliver er uppalinn Skagamaður og er á láni frá Norrköping.

Leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Innkastið - Sitt sýndist hverjum í Vesturbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner