Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. apríl 2022 09:56
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. umferð - Hann er í hrottastandi núna
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ísak er leikmaður 1. umferðar.
Ísak er leikmaður 1. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks hefur verið valinn besti leikmaður 1. umferðar Bestu deildarinnar en valið var opinberað í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

Ísak skoraði tvö fyrstu mörk Blika í 4-1 sigri gegn Keflavík en hann spilaði í sóknarlínunni og fór á kostum. Ísak er þekktari sem miðjumaður.

„Ég held að Óskar sé að leyfa honum að flakka á milli þess að vera falska nían og fremstur á miðju. Hann og Kiddi (Kristinn Steindórsson) séu að skipta þessu hlutverki á milli sín eftir tilfinningu. Kiddi droppar aðeins meira niður til að koma sér í spilið," segir Sæbjörn Steinke í Innkastinu um hlutverk Ísaks.

„Mér fannst Ísak meira úti vinstra megin gegn Víkingi (í Meistarakeppni KSÍ) en það hentaði honum ekki eins vel. Þetta var frábær lausn."

„Þessi pæling er ógeðslega sexí að þeir séu báðir að vinna í níunni," segir Sverrir Mar Smárason.

Á ekki að spila á Íslandi ef hann er í standi
Ísak er tvítugur og var í herbúðum enska félagsins Norwich. Hann hefur undanfarin tvö ár verið hjá ÍA en gekk í raðir Blika í haust.

„Ísak veit að þegar hann er í sínu toppstandi þá á hann ekki að vera að spila á Íslandi og hann veit það alveg. Hann er að vinna í því og ætlar að koma sér aftur út," segir Sæbjörn.

Ísak birti færslu á Twitter þar sem hann sýndi muninn á líkamlegu standi sínu núna í upphafi nýs tímabils miðað við það hvernig standið var á honum fyrir ári síðan.

„Ætli það sé ekki svona fimmtán kílóa munur á honum. Hann er í hrottastandi núna," segir Sverrir Mar en umrædda Twitter færslu má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar


Ísak Snær: Mikilvægt að byrja mótið svona
Innkastið - Besta deildin ætlar að standa undir nafni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner