Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. apríl 2022 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Útlit fyrir að Valgeir spili með HK í sumar - „Veit ekki annað en að allir séu sáttir"
Lengjudeildin
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir í leik með HK
Valgeir í leik með HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er útlit fyrir að Valgeir Valgeirsson spili með HK í Lengjudeildinni í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í Bestu deildinni en þetta segir Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, í samtali við Vísi.

Valgeir spilaði með HK-ingum síðasta sumar er liðið féll úr Pepsi Max-deildinni og niður í Lengjudeildina.

Samningur hans við HK gildir út þetta ár en samkvæmt Þungavigtinni þá hafa bæði Breiðablik og Víkingur reynt að fá hann í vetur. HK hefur hins vegar hafnað öllum tilboðum í hann og er útlit fyrir að hann spili með HK í Lengjudeildinni í sumar.

„Já við gerum það. Reiknum bara með að hann verði frábær fyrir HK í sumar. Hann getur vonandi orðið einn af betri leikmönnum Lengjudeildarinnar," sagði Frosti Reyr við Vísi, en er Valgeir sáttur við þá niðurstöðu?

„Ég veit ekki annað en að það séu allir sáttir, eða hafi að minnsta kosti skilning á stöðunni. En ég myndi halda að þetta sé leikmaður sem eigi fullt erindi í að spila fótbolta erlendis og vonandi kemur tækifæri til þess fyrir hann," sagði hann ennfremur.

Mjög erfitt ef ég á að segja satt

Þegar Fótbolti.net ræddi við Valgeir þann 26. febrúar þá talaði hann um að staðan væri erfið. Hann vildi helst spila í Bestu deildinni en ætli sér samt að leggja sig 100 prósent fram með HK í Lengjudeildinni.

„Það er mjög erfitt að segja ef ég á að segja satt. Ég er mjög ánægður að spila með HK, legg mig allan fram og geri allt 100% fyrir HK í Lengjudeildinni. Það væri samt skrítið ef maður væri ekki með það sem markmið að spila í efstu deild, auðvitað vill maður það. Það eru tvær hliðar á þessu, auðvitað er maður ósáttur að vera ekki í efstu deild en ef ég spila með HK þá mun ég leggja mig allan fram því HK hefur gert það mikið fyrir mig," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Er leikmaður HK en vill auðvitað spila í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner