fim 26. maí 2022 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Ísak á bekkinn og Sveinn í markið
Ísak er búinn að vera magnaður í upphafi Íslandsmótsins en byrjar á bekknum í kvöld.
Ísak er búinn að vera magnaður í upphafi Íslandsmótsins en byrjar á bekknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður er í markinu hjá Val.
Sveinn Sigurður er í markinu hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Mjólkurbikar karla í kvöld; Breiðablik - sem hefur unnið alla sína leiki í Bestu deildinni til þessa - tekur á móti Valsmönnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Byrjunarliðin eru klár fyrir þennan áhugaverða leik sem framundan er á Kópavogsvelli.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Fram síðasta sunnudag. Gísli Eyjólfsson er ekki með og Ísak Snær Þorvaldsson byrjar á bekknum. Inn koma Andri Rafn Yeoman.

Valur tapaði gegn Víkingum þann sama dag. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerir einnig tvær breytingar á sínu liði. Sveinn Sigurður Jóhannesson kemur inn í markið fyrir Guy Smit og Rasmus Christiansen byrjar í staðinn fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson.

Smit, markvörður Vals, meiddist gegn Víkingum. Ásgeir Þór Magnússon, sem spilaði síðast keppnisleik árið 2016 með Leikni Fáskrúðsfirði, kemur því inn í hópinn hjá Valsmönnum og er þeirra varamarkvörður í dag.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe

Byrjunarlið Vals:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson
Athugasemdir
banner
banner
banner