Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagsetningu kastað fram varðandi möguleg kaup á De Jong
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að setja fyrir dagsetningu á skipti Frenkie de Jong frá Barcelona.

Að sögn TalkSport þá vill félagið ganga frá þessum tilteknu skiptum áður en þessi mánuður er á enda; félagið stefnir á að ganga frá þessum skiptum þann 30. júní í síðasta lagi.

United hefur í dágóðan tíma verið að semja við Barcelona og hefur það gengið hægt, en það virðist eitthvað vera að gerast í þessum málum núna.

Sagan segir að Man Utd sé að færast nær því að kaupa hollenska miðjumanninn á 68 milljónir punda.

United hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar, en talað hefur verið um að félagið ætli sér að landa De Jong og beina augum sínum svo að öðrum skotmörkum.
Athugasemdir
banner
banner