Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Diego Costa snýr aftur í Evrópuboltann
Diego Costa fer aftur til Spánar
Diego Costa fer aftur til Spánar
Mynd: Getty Images
Diego Costa, fyrrum framherji Atlético Madríd og Chelsea, er að snúa aftur til Spánar og mun spila með Rayo Vallecano á næstu leiktíð, en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto í dag.

Framherjinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf brasilíska félagið Atletico Mineiro í janúar.

Hann hefur verið heldur þolinmóður með að finna sér nýtt félag en það virðist nú fundið.

Costa mun snúa aftur í spænsku deildina og spila með Rayo Vallecano en félagið hefur þegar gert honum tilboð og er búist við því að hann skrifi undir eins árs samning með möguleika á að framlengja um annað ár.

Leikmaðurinn þekkir vel til hjá Vallecano en hann var þar á láni frá Atlético Madríd tímabilið 2011-2012 þar sem hann skoraði tíu mörk í sextán deildarleikjum.

Brasilíumaðurinn fékk spænskan ríkisborgararétt árið 2013 og hafnaði því að spila fyrir Brasilíu og valdi Spán í staðinn. Hann á 24 landsleiki og 10 mörk fyrir spænska landsliðið.
Athugasemdir
banner