Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 26. ágúst 2024 14:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Steinn þarf að fara í aðgerð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason er á leið í aðgerð í næstu viku vegna kviðslits. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi Venezia í byrjun tímabilsins á Ítalíu vegna meiðslanna.

Hann vonast til þess að verða aftur klár í að spila í byrjun október. Hann verður því ekki til taks í komandi landsleikjum gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Bjarki er 24 ára og lék stórt hlutverk í lok síðasta tímabils þegar Venezia vann sér inn sæti í Serie A. Hann var svo valinn í landsliðið og byrjaði í hægri bakverðinum í sigrinum fræga gegn Englandi og gegn Hollandi.

Venezia er með eitt stig eftir tvær umferðir í Serie A. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fiorentina í gær.
Athugasemdir
banner
banner