Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   fös 14. júní 2024 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íhugaði aldrei að fara þrátt fyrir mikla erfiðleika - „Á þeim tíma rosalega mikið að þakka"
Horfir með hlýju til tímans hjá Foggia.
Horfir með hlýju til tímans hjá Foggia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var klár þegar sénsinn kom, skilaði góðri frammistöðu og fékk kallið frá Venezia.
Var klár þegar sénsinn kom, skilaði góðri frammistöðu og fékk kallið frá Venezia.
Mynd: Getty Images
'Mér fannst samt bara hópurinn þéttast þá og leið alltaf eins og við værum að fara að taka umspilið'
'Mér fannst samt bara hópurinn þéttast þá og leið alltaf eins og við værum að fara að taka umspilið'
Mynd: Getty Images
'Ég var alltaf klár í verkefnið og svo sé ég að ég er að koma inn á í öllum leikjum og svo fer ég að byrja leiki.'
'Ég var alltaf klár í verkefnið og svo sé ég að ég er að koma inn á í öllum leikjum og svo fer ég að byrja leiki.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Markmiðið mitt verður alltaf að vera í liðinu'
'Markmiðið mitt verður alltaf að vera í liðinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var mjög erfiður tími.'
'Það var mjög erfiður tími.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég fann fyrir trausti frá honum og íhugaði aldrei að fara í burtu'
'Ég fann fyrir trausti frá honum og íhugaði aldrei að fara í burtu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég sá alveg mjög góð tækifæri á undirbúningstímabilinu og nýtti þau vel, var alltaf klár'
'Ég sá alveg mjög góð tækifæri á undirbúningstímabilinu og nýtti þau vel, var alltaf klár'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ein af bestu deildum heims.'
'Það er ein af bestu deildum heims.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason komst upp í Seríu A með liði sínu Venezia á dögunum. Fimm dögum seinna var hann svo í liði Íslands sem lagði England að velli á Wembley.

Bjarki er 24 ára Mosfellingur sem lék með uppeldisfélaginu Aftureldingu og svo ÍA þar sem hann var þegar Venezia kom kallandi haustið 2020. Bjarki framlengdi samning sinn við ítalska félagið í vetur og er nú samningsbundinn til sumarsins 2027.

Bjarki byrjaði 12 leiki í deildinni og kom 20 sinnum inn á sem varamaður. Hann byrjaði svo þrjá af fjórum liðsins í umspilinu. Venezia endaði í 3. sæti B-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil. Venezia lagði Palermo í undanúrslitunum og byrjaði Bjarki fyrri leikinn þar en lék ekkert í seinni leiknum.

Bjarki kom svo inn í liðið í fyrri leiknum gegn Cremonese sem endaði með jafntefli og Venezia vann svo seinni leikinn og tryggði sér með því sæti í A-deildinni.

Fékk stórt hlutverk í mikilvægustu leikjum tímabilsins
Bjarki kom inn í hóp Venezia síðasta sumar eftir vel lukkaða lánsdvöl með Foggia í C-deildinni. Bjarki var spurður með hvaða hugarfari hann kom inn í síðasta tímabil.

„Markmiðið er alltaf að vera í stóru hlutverki og á undirbúningstímabilinu sér maður nokkurn veginn hvernig þjálfarinn setur þetta upp. Svo fer þetta bara eftir því hvernig þú stendur þig á æfingum."

„Ég var alltaf klár í verkefnið og svo sé ég að ég er að koma inn á í öllum leikjum og svo fer ég að byrja leiki. Þetta var alltaf á leið upp á við og endaði eins vel og hægt var varðandi spiltíma. Ég spila mikið í umspilinu, byrja þar þrjá af fjórum leikjum. Ég sá alveg mjög góð tækifæri á undirbúningstímabilinu og nýtti þau vel, var alltaf klár."


Umspilsleikirnir eru auðvitað algjörir úrslitaleikir og ljóst að þeir sem spila þá leiki eru hluti af sterkasta liði Venezia.

„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að komast í þetta hlutverk í umspilsleikjunum sem eru mjög mikilvægir. Núna er smá frí og ég verð klár í að vera partur af liðinu þegar ég fer aftur út í júlí. Ég vil spila sem mest á komandi tímabili, það er alltaf markmiðið."

Venezia ætlaði sér að fara beint upp en rétt missti af því og þurfti því að fara í umspil.

„Fyrsta markmiðið var alltaf að fara beint upp í Seríu A sem leit nokkuð vel út framan af og hefðum farið upp með sigri í síðasta leik deildarkeppninnar, en við klúðruðum því. Mér fannst samt bara hópurinn þéttast þá og leið alltaf eins og við værum að fara að taka umspilið," segir Bjarki.

Markmiðið verður það sama, sama hverjir koma
Venezia verður í A-deildinni á komandi tímabil sem er ein sterkasta deild heims. Sex lið úr Serie A verða í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili.

„Að sjálfsögðu er stórt stökk að fara upp í Seríu A, það er ein af bestu deildum heims. Nú er bara að keyra þetta ennþá meira í gang, vera klárari og ég stefni á að vera partur af liðinu. Við sjáum svo hvað gerist."

„Það verða örugglega einhverjir keyptir inn. Það verða líka þjálfaraskipti hjá okkur, ekki orðið klárt hver tekur við. En það skiptir engu máli hverjir koma inn, markmiðið mitt verður alltaf að vera í liðinu."


Hefur aldrei íhugað alvarlega að fara frá Venezia
Bjarki hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Venezia fyrr en á þessu tímabili. Kom einhver tímapunktur þar sem þú vildir fara?

„Á fyrsta tímabilinu er ég mjög ungur, kem eitthvað inn á og liðið fer upp í Seríu A. Á öðru tímabili fer ég á lán, einbeiti mér að því að gera vel á láninu en það heppnaðist ekki eins vel og ég ætlaði mér. Þegar ég kem til baka þá er liðið fallið í Seríu B og ég ekki inni í myndinni."

Seinni hluta ársins 2021 lék Bjarki sinn fyrsta leik í Seríu A en Bjarki fór svo til Catanzaro fyrri hluta árs 2022. Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net um sumarið að lánsdvölin hafi alls ekki staðið undir væntingum. Bjarki segir að árið 2022 hafi verið erfiður tími. En var hann einhvern tímann nálægt því að fara frá félaginu?

„Það var mjög erfiður tími. Svo kemur Foggia inn og það var mjög mikilvægur partur á ferlinum mínum. Ég stóð mig vel þar og fékk svo tækifæri hjá Venezia í kjölfarið. Ég var í raun aldrei að spá í því að fara frá Venezia."

„Þegar ég kem til baka eftir tímabilið hjá Foggia þá segir þjálfarinn mér að ég eigi góðan séns á því að vera partur af liðinu. Þá er ég tilbúinn í að gera mitt, er klár í kallið."

Efaðist rosalega en þegar kallið kom var hann klár
Hvernig var þetta árið 2022, að þurfa að halda haus og sjá ljósið þrátt fyrir lítinn spiltíma?

„Það er náttúrulega dagamismunur. Þarna var ekkert að ganga upp og maður efaðist rosalega. Svo fæ ég þetta lán til Foggia og þurfti að vera 100% klár í að sýna og sanna að ég geti spilað á því getustigi."

„Ég gerði það vel og það hleypti mér inn í þetta tímabil með mikið sjálfstraust. Tími minn hjá Foggia var mjög mikilvægur og ég á þeim tíma rosalega mikið að þakka."


   09.06.2024 16:14
Age um Bjarka Stein: Það vill enginn búa í Foggia en hann komst af

Talandi um Foggia, landsliðsþjálfarinn tjáði sig um veru Bjarka þar, hvernig var sá tími?

„Tíminn í Foggia var áhugaverður á góðan hátt, allt önnur menning en á Norður-Ítalíu en ég naut þess tíma mjög vel. Hjá Foggia eru geggjaðir stuðningsmenn sem fylltu alltaf völlinn og voru með alvöru læti."

„Svo gekk mjög vel inni á vellinum og þá sérstaklega í úrslitakeppninni sem var frábært fyrir mig og kannski smá meðbyr inn í þetta tímabil sem var að klárast."

„Á þessum tíma þegar ég fer til Foggia var kannski ekkert endilega mjög mikið af öðrum möguleikum en mér leist vel á liðið og sá fram á tækifæri þannig ég ákvað að kýla á það."

   19.06.2023 23:20
Bjarka hrósað í fjölmiðlum á Ítalíu

Vonbrigði að missa þjálfarann
Bjarki nefndi fyrr í viðtalinu að þjálfarinn Paolo Vanoli verði ekki áfram. Tórinó er að reyna fá hann í sínar raðir, viðræður standa reyndar enn yfir. Eru vonbrigði að Vanoli verði ekki áfram?

„Já, það eru nefnilega vonbrigði ef ég á að segja eins og er, og ég held að flestir í liðinu séu sammála. Hann tók við liðinu í fallbaráttu í fyrra og kom okkur upp í ár þannig ég held það segi sig svolítið sjálft bara. Ég er engu að síður spenntur að sjá hver kemur inn."

Fann fyrir trausti og íhugaði aldrei að fara síðasta sumar
Í síðasta sumarglugga var Bjarki orðaður við Pescara í ítölsku C-deildinni. Var það nálægt því að gerast?

„Nei í raun ekki, þjálfarinn var fastur á að senda mig ekkert í burtu, ég fann fyrir trausti frá honum og íhugaði aldrei að fara í burtu á þeim tíma sem Pescara sýndi áhuga."

Býr á meginlandinu
Venezia, Feneyjar, er fræg túristaperla. Hvernig er lífið í Feneyjum?

„Það eru þrír leikmenn sem búa í sjálfum Feneyjum. Við hinir erum allir á meginlandinu. Ég bý í Mestre, nokkrum mínútum frá æfingasvæðinu. Lífið hérna er nokkuð eðlilegt, en svo ertu með þessa stórborg við hliðina á þér sem þú getur alltaf farið til þegar það kemur einhver í heimsókn."

„Borgin er geðveik. En ég er ekkert á hverjum degi þarna, er búinn að sjá hana. Ég fer þangað með þeim sem koma í heimsókn og nýt þess að vera þarna."


Eru leikmenn Venezia þekktir meðal almennings?

„Það er smá munur á því hver á hlut. Finnski framherjinn (Joel) Pohjanpalo er guð hérna, býr í borginni, var markahæstur í deildinni og það elska hann allir. Það þekkja mig færri en maður finnur alveg smá fyrir því fólk veit hver maður er," sagði Bjarki að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner