Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 26. september 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Besti þjálfarinn 2019: Fær leikmenn til að blómstra
Rúnar Kristinsson er besti þjálfarinn.
Rúnar Kristinsson er besti þjálfarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er þjálfari ársins 2019. Þetta er í þriðja sinn sem Fótbolt.net velur hann sem besta þjálfarann en valið var opinberað í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Þetta er algjörlega ótrúlegt tímabil og við erum margbúnir að tyggja það ofan í fólk. Þetta er langbesti þjálfari tímabilsins. Yfirburðirnir hafa verið ótrúlegir," segir Tómas Þór Þórðarson.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, miðvörður KR, talaði um Rúnar í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net um helgina.

„Þetta þjálfarateymi fyrir mér er ástæðan fyrir því að þetta fór aftur að vera gaman. Þegar Rúni kemur inn þá finnur maður strax hvað hann er að gera, hann er að búa til liðsheild," segir Arnór.

„Rúni býr til umhverfi sem fær leikmenn til að blómstra. Ég finn það sjálfur og þegar þú skoðar aðra leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn þá er það augljóst."

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á nýtt hlaðvarpsviðtal við Rúnar Kristinsson

Sjá einnig:
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner