Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 26. september 2017 18:05
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari ársins 2017: Við þurfum að bæta aðeins í
Ólafur Jóhannesson (Valur)
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari árins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er þjálfari ársins í Pepsi-deildinni 2017. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum.

Ólafur talaði um það fyrir tímabilið að hann taldi sig vera með hóp sem gæti barist um titilinn og það kom heldur betur á daginn.

„Við töldum okkur vera með hóp sem gæti barist um þetta. Á þeim tíma vissi ég að Eiður Aron væri að koma til okkar. Hann var síðasti naglinn sem við vildum fá í varnarlínuna. Holningin og stemningin var góð á liðinu," segir Ólafur.

Hann segir að tilfinningin hafi verið ljúf dagana eftir að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn.

„Þetta hefur verið mjög gaman og létt yfir þessu. Maður var ekkert stressaður fyrir leikinn gegn Stjörnunni og verður sennilega ekkert stressaður fyrir lokaleikinn gegn Víkingi. Svo slúttum við um helgina og það verður örugglega mjög gaman."

Er Ólafur byrjaður að plana næsta tímabil?

„Við erum aðeins farnir að hugsa um það en ekkert er í hendi. Fyrst og fremst þurfum við að ganga frá öllu hjá okkur. Það eru 2-3 leikmenn með lausa samninga og við að reyna að ganga frá. Við vorum að vinna í því áður en við urðum meistarar en við ýttum því til hliðar til að trufla þá ekki. Nú verður farið á fullt í það og svo sækjum við okkur einhvern liðsstyrk."

Þarf eitthvað að bæta við þetta frábæra lið?

„Já ég held að allir hafi gott að því að fá aukna samkeppni og við erum ekki með stóran hóp. Við erum með 16 útileikmenn að æfa að jafnaði og tvo markmenn svo við megum ekki við neinu. Við þurfum að bæta aðeins í."

Valsmenn fá bikarinn í hendurnar eftir lokaleik gegn Víkingi R. á laugardaginn. Þeir hefðu reyndar viljað fá hann eftir sigurinn gegn Fjölni þar sem titillinn var innsiglaður en Ólafur var meðal annars spurður út í það í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner