Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. september 2018 13:15
Magnús Már Einarsson
Besti þjálfarinn 2018: Hefur maður eitthvað annað að gera?
Óli fagnar á Hlíðarenda í gær.
Óli fagnar á Hlíðarenda í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson, Börkur Edvardsson og Óli Jó.
Sigurbjörn Hreiðarsson, Börkur Edvardsson og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað árið í röð er Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn í Pepsi-deild karla að mati Fótbolta.net. Ólafur leiddi Valsmenn til sigurs í Pepsi-deildinni annað árið í röð.

Valsmenn höfðu mikla yfirburði í Pepsi-deildinni í fyrra en í ár réðust úrslitin í lokaumferðinni.

„Er ekki draumur allra að fá úrslitaleik á heimavelli í lok mótsins?" sagði Óli við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur Vals á Keflavík í gær.

„Þetta var öðruvísi en í fyrra. Það voru fleiri lið að berjast um þetta. Það var meiri pressa á okkur, en það er líka gott mál. Þá sér maður úr hverju menn eru gerðir."

„Stjarnan og Breiðablik voru með frábær lið og fleiri lið í deildinni voru mjög góð. Þetta var mjög skemmtilegt."

Óli var á dögunum sektaður fyrir ummæli sín um dómaraval á leik Vals og KA. Hann segir að þetta ár hafi verið erfitt fyrir sig.

„Þetta ár er búið að vera erfitt fyrir gamlan mann eins og mig, sektir og leiðindarmál í kringum mig. Ég get ekkert sagt við því, ég þori ekkert að segja. Ætli það verði ekki eitthvað vesen á manni þá," sagði Óli léttur.

Ólafur var að klára sitt fjórða tímabil sem þjálfari Vals og hann ætlar að halda áfram með liðið. „Hefur maður eitthvað annað að gera?" sagði Óli brosandi eftir leikinn í gær.

Hér að neðan má sjá lengra viðtal við Ólaf sem var tekið eftir að Valur tók við Íslandsmeistarabikarnum í gær.

Sjá einnig:
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Óli Jó: Erfitt ár fyrir gamlan mann eins og mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner