Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2022 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórdís komið að flestum mörkum í sumar - Eitt mark í leik
Þórdís Hrönn eftir leikinn við Aftureldingu.
Þórdís Hrönn eftir leikinn við Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er núna sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum í Bestu deild kvenna í sumar.

Alls er hún búin að koma að 17 mörkum í 17 leikjum í deildinni í sumar; eitt mark í leik að meðaltali.

Hún átti stórleik um helgina er Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Þær lögðu Aftureldingu í Mosfellsbænum 1-3 og lagði Þórdís upp öll þrjú mörkin.

Hún er búin að skora sex mörk í deildinni í sumar og ofan á það er hún búin að leggja upp ellefu.

Þórdís er búin að leika gríðarlega stórt hlutverk í góðum sóknarleik Vals í sumar.

Jasmín Erla Ingadóttir er í öðru sæti yfir þá leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum í deildinni en hún hefur komið að 15 talsins, annað hvort með því að skora eða leggja upp. Hún og liðsfélagar hennar í Stjörnunni eiga mikilvægan leik í kvöld þar sem þær mæta Þór/KA. Með sigri kemur Stjarnan sér upp í Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina.

Sjá einnig:
Blómstrað í besta liði landsins - „Vissi að ég ætti mikið inni"
Athugasemdir
banner
banner