Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
   þri 26. nóvember 2024 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar án tveggja lykilmanna í Armeníu - „Vorum farnir að óttast það versta"
Gunnar Vatnhamar verður ekki með Víkingum á fimmtudag.
Gunnar Vatnhamar verður ekki með Víkingum á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur í Evrópuleik fyrr í vetur.
Erlingur í Evrópuleik fyrr í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fríið gert Aroni gott.
Fríið gert Aroni gott.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudag mætir Víkingur armenska liðinu FC Noah í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Íslandsmeistarar síðasta árs eru í góðri stöðu í Sambandsdeildinni; með sex stig eftir þrjá leiki. Möguleikinn á því að framlengja þátttökuna í keppninni fram yfir áramót er raunverulegur.

„Við erum á fínu hóteli, væsir ekkert um okkur. Við tókum aukadag því það er smá tímamismunur. Sumir fóru af stað frá Íslandi á laugardag og sumir á sunnudag. Vorum svo komnir á hótelið snemma morguns á mánudag," segir Arnar Gunnlaugsson við Fótbolta.net í dag.

Hafa reynt að finna jafnvægi
Víkingur spilaði síðast 7. nóvember, vann þá 2-0 sigur gegn FK Borac. Hvernig hafa síðustu vikur verið?

„Maður rennir svolítið blint í sjóinn. Líkamsklukkan er örugglega á Tenerife í golfi, maður er vanur að vera í fríi á þessum árstíma, eins og allir hinir í fótboltanum á Íslandi. Við höfum reynt að finna jafnvægi í því æfa almennilega og skynsemi í að gefa mönnum frí, helgarfrí og þess háttar."

„Yfir allt tímabilið höfum við verið að missa 3-5 leikmenn frá okkur í landsliðsverkefni, U21 leikmenn, Gunnar með Færeyjum og á meðan Pablo Punyed var heill þá var hann með El Salvador. Ég veit ekki hvað Gunnar er búinn að spila marga leiki, hann er búinn að vera 'all-in' á öllum vígstöðvum."


Gunnar og Erlingur ekki með
Þeir Gunnar Vatnhamar og Erlingur Agnarsson, sem öllu jafna eru hluti af sterkasta byrjunarliði Víkings, verða ekki með liðinu þegar það mætir FC Noah í Jerevan á fimmtudag. Gunnar meiddist í landsleik með Færeyjum á dögunum og Erlingur Agnarsson er að verða faðir. Pablo Punyed er þá ekki með þar sem hann sleit krossband í júlí og snýr ekki til baka fyrr en næsta sumar.

„Gunnar kom ekki með okkur út, hann er hvíldur í þessu verkefni. Sem betur fer líta meiðslin betur út en á horfðist, við fengum góða niðurstöðu úr MRI í gær. Við vorum farnir að óttast það versta (slitið krossband) en fengum góða niðurstöðu í gær og ég er jákvæður að hann geti spilað með okkur í desember."

„Konan hans Ella er að eignast barn svo hann var skilinn eftir heima líka. Aðrir eru í góðu málum, fyrir utan Pablo náttúrulega."


Eins og að fá nýjan leikmann
Matthías Vilhjálmsson kom inn á undir lokin gegn Borac en þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Halldór Smári Sigurðsson tóku ekki þátt í leiknum vegna meiðsla.

„Halldór Smári kemur út til okkar á eftir, hann er klár. Fríið hefur gefið okkur góðan tíma til að vinna með Matta og Valda. Þeir eru alltaf að verða sterkari og sterkari. Fríið var líka mjög gott fyrir Aron (Elís Þrándarson), hann var að ströggla líkamlega í allt sumar. Þó að hann hafi verið með þá var hann augljóslega ekki heill heilsu. Núna er hann búinn að æfa virkilega vel í 3-4 vikur og lítur virkilega vel út. Það er eins og fá nýjan leikmann."

Ákváðu frekar að spila innbyrðis
Víkingar ákváðu frekar að spila innbyrðis heima á Íslandi heldur en að fara erlendis og spila vináttuleik við erlent lið.

„Það hefði örugglega verið fínt líkamlega að spila alvöru æfingaleik, en það þarf líka að spá í andlega þættinum, enn eitt ferðalagið og fjarvera frá fjölskyldu. Við ákváðum frekar að taka snarpar innbyrðis viðureignir, reyndum að halda leikformi gangandi þannig," segir Arnar.

Nánar var rætt við þjálfarann um komandi leik í Sambandsdeildinni og verður lengra viðtal birt á morgun.
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 6 6 0 0 26 5 +21 18
2 Guimaraes 6 4 2 0 13 6 +7 14
3 Fiorentina 6 4 1 1 18 7 +11 13
4 Rapid 6 4 1 1 11 5 +6 13
5 Djurgarden 6 4 1 1 11 7 +4 13
6 Lugano 6 4 1 1 11 7 +4 13
7 Legia 6 4 0 2 13 5 +8 12
8 Cercle Brugge 6 3 2 1 14 7 +7 11
9 Jagiellonia 6 3 2 1 10 5 +5 11
10 Shamrock 6 3 2 1 12 9 +3 11
11 APOEL 6 3 2 1 8 5 +3 11
12 Pafos FC 6 3 1 2 11 7 +4 10
13 Panathinaikos 6 3 1 2 10 7 +3 10
14 Olimpija 6 3 1 2 7 6 +1 10
15 Betis 6 3 1 2 6 5 +1 10
16 Heidenheim 6 3 1 2 7 7 0 10
17 Gent 6 3 0 3 8 8 0 9
18 FCK 6 2 2 2 8 9 -1 8
19 Vikingur R. 6 2 2 2 7 8 -1 8
20 Borac BL 6 2 2 2 4 7 -3 8
21 Celje 6 2 1 3 13 13 0 7
22 Omonia 6 2 1 3 7 7 0 7
23 Molde 6 2 1 3 10 11 -1 7
24 Backa Topola 6 2 1 3 10 13 -3 7
25 Hearts 6 2 1 3 6 9 -3 7
26 Boleslav 6 2 0 4 7 10 -3 6
27 Istanbul Basaksehir 6 1 3 2 9 12 -3 6
28 Astana 6 1 2 3 4 8 -4 5
29 St. Gallen 6 1 2 3 10 18 -8 5
30 HJK Helsinki 6 1 1 4 3 9 -6 4
31 Noah 6 1 1 4 6 16 -10 4
32 TNS 6 1 0 5 5 10 -5 3
33 Dinamo Minsk 6 1 0 5 4 13 -9 3
34 Larne FC 6 1 0 5 3 12 -9 3
35 LASK Linz 6 0 3 3 4 14 -10 3
36 Petrocub 6 0 2 4 4 13 -9 2
Athugasemdir
banner
banner
banner