Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fæddu í Belgíu til að geta skýrt soninn Feyenoord
Mynd: Getty Images
Hollenskt par ferðaðist frá Hollandi til Belgíu fyrir fæðinguna á þriðja barni sínu. Ástæðan er sú að parið mátti ekki skíra drenginn Feyenoord í heimalandinu.

Strákurinn var skírður Brian Feyenoord og á stóran bróður sem er frægur í fótboltaheiminum í Hollandi fyrir mynd sem var smellt af honum á leik Feyenoord. Á myndinni er strákurinn (5 ára) gargandi og með löngutöng á lofti.

„Sonur minn heitir Brian Feyenoord en við þurftum að fæða hann í Belgíu til að geta gefið honum þetta nafn," sagði faðirinn í útvarpsviðtali.

„Elsti sonur minn er litli kallinn sem varð frægur fyrir að nást á mynd með löngutöng á lofti. Það hafa allir séð þá mynd allavega einu sinni.

„Vinir mínir skíra börnin sín eftir leikmönnum liðsins en svo fara leikmennirnir í annað félag og þá situr þú uppi með nafnið. Ég ætla ekki að láta það gerast."

Athugasemdir
banner
banner