Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar saknaði Barcelona og vildi fara aftur til Spánar
Neymar, Messi og Suarez voru óstöðvandi á sínum tíma hjá Barcelona.
Neymar, Messi og Suarez voru óstöðvandi á sínum tíma hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Nymar gekk til liðs við PSG frá Barcelona árið 2017 þegar franska liðið virkjaði ákvæði í samningnum hans upp á 200 milljónir punda.

Aðeins tveimur árum síðar var talið að hann hafi reynt að gera hvað sem er til að fara aftur til Barcelona en spænska félagið hafi á endanum fest kaup á Antoine Griezmann frá Atletico Madrid.

Hann var sagður hafa yfirgefið Barcelona á sínum tíma því hann var alltaf í skugga Lionel Messi. Nýlega komu út heimildaþættir um Neymar þar sem hann fer meðal annars yfir þennan tíma.

„Það hafði ekkert með félagið eða aðdáendurna að gera þegar ég vildi fara frá PSG. Það var vegna þess að mér leið betur annars staðar. Ég hafði ekkert á móti PSG. Ég þurfti hinsvegar að standa mig áfram því allir myndu kenna mér um ef við töpuðum."

Barcelona reyndi hvað þeir gátu að ná aftur í leikmanninn en fjárhagsstaða félagsins leyfði það ekki. Faðir Neymar sem er einnig umboðsmaðurinn hans sagði að hann hefði ekki viljað að sonur sinn myndi fara frá PSG.

„Ég vildi ekki sjá hann fara en fyrir hvern er ég að vinna? Við reyndum að fara á vinsamlegu nótunum en það gekk ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner