Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 27. febrúar 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Það vill enginn sjá félag vinna fernuna
Mynd: EPA
Liverpool-borg dreymir um fernu á lokatímabili Jürgen Klopp.
Liverpool-borg dreymir um fernu á lokatímabili Jürgen Klopp.
Mynd: EPA
Jürgen Klopp var kátur eftir sigur Liverpool gegn Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudaginn og gaf kost á sér í ýmis viðtöl að leikslokum.

Í einu slíku, fyrir beIN SPORTS, talaði Klopp um að enginn í enska fótboltaheiminum vilji sjá félag vinna fernuna. Þess vegna hafi næsta umferð FA bikarsins verið sett aðeins þremur dögum eftir úrslitaleik deildabikarsins.

„Fólk gerir lítið úr deildabikarnum og segir að þetta sé ekki mikilvæg keppni, en það er ekki tilfellið. Þið vilduð óska þess að ykkar félag væri statt hérna núna. Það sem við gerðum í kvöld var mjög sérstakt," sagði Klopp meðal annars, en Liverpool tekur á móti Southampton í 16-liða úrslitum enska bikarsins annað kvöld.

„Það er satt að enginn í þessu landi vill sjá eitthvað félag vinna fernuna, þess vegna var ákveðið að spila næstu umferð í FA bikarnum aðeins þremur dögum eftir úrslitaleikinn. Ég hef ekki hugmynd um hvaða liði við munum geta teflt fram í þennan leik á sunnudaginn. Hver sem er gjaldgengur og í standi til að klæðast treyju mun spila í leiknum gegn Southampton."

Engu félagi hefur tekist að vinna fernuna á Englandi en einungis Manchester United (1999) og Manchester City (2023) hefur tekist að krækja í þrennuna sem inniheldur FA bikarinn, Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina.

Þá er Man City eina félagið sem hefur unnið ensku þrennuna á sömu leiktíð, þegar lærisveinar Pep Guardiola unnu enska bikarinn, deildabikarinn og úrvalsdeildina 2019 en duttu úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir afar dramatíska viðureign gegn Tottenham Hotspur.
Athugasemdir
banner
banner