Tindastóll 0 - 1 Selfoss
0-1 Eva Lind Elíasdóttir ('34 )
0-1 Eva Lind Elíasdóttir ('34 )
Selfoss tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins með 1-0 sigri á Tindastóli á Sauðárkróksvelli.
Eva Lind Elíasdóttir gerði eina mark leiksins á 34. mínútu en hún skoraði einnig gegn Stólunum í Bestu deildinni fyrr í þessum mánuði.
Selfyssingar unnu góðan baráttusigur og eru því komnar í 8-liða úrslit bikarsins.
Dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudag í höfuðstöðvum KSÍ.
Athugasemdir