Íþróttafréttamaðurinn Nicolo Schira segir Fiorentina efins um að nýta sér forkaupsrétt til að fá Albert Guðmundsson frá Genoa fyrir 17 milljónir evra. Lokaákvörðun verði tekin á stjórnarfundi í vikunni sem stjórinn Raffaele Palladino verði viðstaddur.
Albert kom á láni frá Genoa í fyrra og í samkomulaginu var að Fiorentina væri skyldugt til að kaupa að uppfylltum ónefndum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt.
Albert skoraði sex mörk í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið eftir að hafa skorað fjórtán fyrir Genoa á síðasta tímabili. Miklar væntingar voru gerðar til hans í Flórens en stuðningsmenn eru svekktir yfir því hvað hann missti út marga mikilvæga leiki vegna meiðsla.
Einhverjir ítalskir sparkspekingar segja Albert og stjórann Palladino ekki ná vel saman og framtíð íslenska leikmannsins er í óvissu.
Vangaveltur eru uppi um hvort Fiorentina reyni möguleika að gera annan lánssamning við Genoa og þá hefur Atalanta sýnt honum áhuga í nokkurn tíma og gæti gert tilboð.
Albert kom á láni frá Genoa í fyrra og í samkomulaginu var að Fiorentina væri skyldugt til að kaupa að uppfylltum ónefndum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt.
Albert skoraði sex mörk í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið eftir að hafa skorað fjórtán fyrir Genoa á síðasta tímabili. Miklar væntingar voru gerðar til hans í Flórens en stuðningsmenn eru svekktir yfir því hvað hann missti út marga mikilvæga leiki vegna meiðsla.
Einhverjir ítalskir sparkspekingar segja Albert og stjórann Palladino ekki ná vel saman og framtíð íslenska leikmannsins er í óvissu.
Vangaveltur eru uppi um hvort Fiorentina reyni möguleika að gera annan lánssamning við Genoa og þá hefur Atalanta sýnt honum áhuga í nokkurn tíma og gæti gert tilboð.
#Fiorentina don’t seem convinced to trigger the option to buy for Michael #Folorunsho (€8M + 1M as bonuses to #Napoli) and Albert #Gudmundsson (€17M to #Genoa). Expected a meeting between Viola’s management and coach Raffaele #Palladino this week to take the final decisions
— Nicolò Schira (@NicoSchira) May 27, 2025
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 38 | 24 | 10 | 4 | 59 | 27 | +32 | 82 |
2 | Inter | 38 | 24 | 9 | 5 | 79 | 35 | +44 | 81 |
3 | Atalanta | 38 | 22 | 8 | 8 | 78 | 37 | +41 | 74 |
4 | Juventus | 38 | 18 | 16 | 4 | 58 | 35 | +23 | 70 |
5 | Roma | 38 | 20 | 9 | 9 | 56 | 35 | +21 | 69 |
6 | Fiorentina | 38 | 19 | 8 | 11 | 60 | 41 | +19 | 65 |
7 | Lazio | 38 | 18 | 11 | 9 | 61 | 49 | +12 | 65 |
8 | Milan | 38 | 18 | 9 | 11 | 61 | 43 | +18 | 63 |
9 | Bologna | 38 | 16 | 14 | 8 | 57 | 47 | +10 | 62 |
10 | Como | 38 | 13 | 10 | 15 | 49 | 52 | -3 | 49 |
11 | Torino | 38 | 10 | 14 | 14 | 39 | 45 | -6 | 44 |
12 | Udinese | 38 | 12 | 8 | 18 | 41 | 56 | -15 | 44 |
13 | Genoa | 38 | 10 | 13 | 15 | 37 | 49 | -12 | 43 |
14 | Verona | 38 | 10 | 7 | 21 | 34 | 66 | -32 | 37 |
15 | Parma | 38 | 7 | 15 | 16 | 44 | 58 | -14 | 36 |
16 | Cagliari | 38 | 9 | 9 | 20 | 40 | 56 | -16 | 36 |
17 | Lecce | 38 | 8 | 10 | 20 | 27 | 58 | -31 | 34 |
18 | Empoli | 38 | 6 | 13 | 19 | 33 | 59 | -26 | 31 |
19 | Venezia | 38 | 5 | 14 | 19 | 32 | 56 | -24 | 29 |
20 | Monza | 38 | 3 | 9 | 26 | 28 | 69 | -41 | 18 |
Athugasemdir