Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 12:10
Elvar Geir Magnússon
Klopp um harmleikinn: Ég og fjölskyldan erum miður okkar
Jurgen Klopp og Arne Slot fögnuðu saman á Anfield um helgina.
Jurgen Klopp og Arne Slot fögnuðu saman á Anfield um helgina.
Mynd: Instagram
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um harmleikinn sem varð í Liverpool í gær þegar bíl var ekið á mannfjölda sem var samankominn til að fagna Englandsmeistaratitlinum.

Klopp var viðstaddur þegar bikarinn fór á loft á Anfield á sunnudaginn og skrifaði um atvikið hræðilega á samfélagsmiðlum sínum:

„Ég og fjölskyldan erum miður okkar og niðurbrotin. Hugsanir okkar og bænir eru með öllum þeim sem eru særðir og þetta snertir. Þið munuð aldrei ganga ein (You'll never walk alone)."

Fjórir eru alvarlega slasaðir af þeim 27 sem lagðir voru inn á sjúkrahús samkvæmt nýjustu fréttum.

Ökumaðurinn var handtekinn. Hann er breskur karlmaður á sextugsaldri og er sagður vera frá Liverpool. Merseyside lögreglan segist ekki rannsaka málið sem hryðjuverk.
Athugasemdir
banner
banner