Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benzema lyfti bikarnum - Al-Nassr ekki í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Al-Ittihad er deildarmeistari í Sadí-Arabíu en liðið endaði með átta stiga forystu á Al-Hilal.

Lokaumferðin fór fram í kvöld en Steven Bergwijn tryggði Al-Ittihad 1-0 sigur á Damac. N'Golo Kante, Fabinho, Hassem Aouar og Karim Benzema eru einnig meðal leikmanna Al-Ittihad. Liðið fékk síðan bikarinn afhendan í leikslok en fyrirliðinn Benzema tók við honum.

Al-Hilal lagði Al-Qadsiah 2-0 en Aleksandar Mitrovic og Sergej Milinkovic-Savic skoruðu mörkin.

Þrjú lið komast í Meistaradeild Asíu á næsta ári. Al-Nassr hafnaði í 3. sæti en kemst ekki í Meistaradeildina þar sem Al-Ahli, sem hafnaði í 5. sæti, vann Meistaradeildina í ár.

Al-Nassr tapaði 3-2 gegn Al-Fateh í dag en Cristiano Ronaldo og Sadio Mane skoruðu mörk Al-Nassr. Ivan Toney skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í sigri Al-Ahli gegn Al-Riyadh.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Al-Orobah þegar liðið nældi í 3-2 endurkomusigur gegn Al-Taawon. Al-Orobah hafnaði í næst neðsta sæti og er því fallið.


Athugasemdir
banner
banner