
Júlíus Mar Júlíusson, miðvörður KR, verður fjarri góðu gamni næsta mánuðinn eða svo og getur því ekki verið með U21 landsliðinu sem á fyrir höndum æfingaleiki gegn Egyptalandi og Kólumbíu.
Í hans stað hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, kallað inn Tómas Orra Róbertsson.
Tómas Orri er fæddur árið 2004 og hefur verið í byrjunarliði FH í öllum leikjum liðsins til þessa á tímabilinu. Hann er miðjumaður sem kom frá Breiðabliki í vetur. Í U21 hópnum hittir hann fyrir Baldur Kára Helgason en hann og Tómas spila saman hjá FH.
Í hans stað hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, kallað inn Tómas Orra Róbertsson.
Tómas Orri er fæddur árið 2004 og hefur verið í byrjunarliði FH í öllum leikjum liðsins til þessa á tímabilinu. Hann er miðjumaður sem kom frá Breiðabliki í vetur. Í U21 hópnum hittir hann fyrir Baldur Kára Helgason en hann og Tómas spila saman hjá FH.
Tómas Orri var á sínum tíma í æfingahóp U19 landsliðsins en hefur ekki spilað í íslensku treyjunni til þessa.
U21 hópurinn
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 8 leikir
Halldór Snær Georgsson - KR - 3 leikir
Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra - 15 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 11 leikir
Eggert Aron Guðmundsson - Brann - 11 leikir, 1 mark
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking Stavanger - 11 leikir, 3 mörk
Daníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 8 leikir
Benoný Breki Andrésson - Stockport FC - 8 leikir, 3 mörk
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik - 3 leikir
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport - 3 leikir
Jóhannes Kristinn Bjarnason - KR - 3 leikir, 1 mark
Róbert Frosti Þorkelsson - Gais - 3 leikir
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik - 2 leikir
Baldur Kári Helgason - FH - 2 leikir
Haukur Andri Haraldsson - ÍA - 2 leikir, 1 mark
Hinrik Harðarson - Odd - 2 leikir, 1 mark
Daníel Tristan Gudjohnsen - Malmö FF
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Nóel Atli Arnórsson - Aalborg BK
* Tómas Orri Róbertsson - FH
Athugasemdir