Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri séu farnir að setja spurningamerki við það sem er í gangi í Garðabæ
Stjarnan hefur ekkert verið að brillera í sumar.
Stjarnan hefur ekkert verið að brillera í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan hefur ekki átt gott tímabil til þessa en þeir töpuðu gegn Vestra síðastliðinn laugardag. Það var leikur sem þeir voru með stjórn á framan af og voru 1-0 yfir í hálfleik, en þeir enduðu á að tapa leiknum 3-1.

Stjarnan er sem stendur í áttunda sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki.

„Eftir fyrsta korterið sá ég ekki hvernig þeir myndu tapa svona mikilli stjórn á leiknum," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þegar rætt var um Stjörnuna gegn Vestra en þeir töpuðu allri stjórn þegar leið á leikinn.

Á hvaða vegferð er Stjarnan eiginlega?

„Maður hélt kannski að þeir væru að stíga aðeins upp. Það sem ég hef mestar áhyggjur af með Stjörnuna er að ég sé ekkert hvað þeir eru að gera eða að reyna að gera. Ég sé það bara ekki. Mér finnst ekkert einkenni vera þarna. Þetta er örugglega eitt dýrasta liðið í deildinni, ég ætla bara að fullyrða það," sagði Valur.

„Maður heyrir að það séu æ fleiri í Garðabænum, stuðningsmenn, sem eru farnir að setja spurningamerki við það hvaða vegferð er í gangi," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Maður veit að það voru skiptar skoðanir um Jökul (Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar), hvert hann var að stefna með þetta og annað. Miðað við hvað maður er að heyra, þá er þetta að hallast í ranga átt fyrir hann. Þetta er eitt dýrasta liðið, mér finnst það líklegt, og þeir geta ekki mikið," sagði Valur.

Hægt er að hlusta á Innkastið hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Athugasemdir