Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 25. maí 2025 22:20
Kári Snorrason
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld, lokatölur 2-0. Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sterk frammistaða, það var liðsstemning í vikunni fyrir leik og við tókum það með okkur í leikinn. Ég er sérstaklega ánægður með að halda hreinu og að vinna á heimavelli. Við erum ósigraðir á heimavelli og við viljum reyna að halda því eins lengi og við getum.“

FH hefur einungis tapað einu sinni gegn Breiðabliki á heimavelli síðastliðin 6 ár.

„Mér sem leikmanni hefur oftast gengið vel gegn Breiðabliki. Við fórum í grunngildin, unnum seinni boltana og komum með kraft og stemningu í þessa frábæru mætingu sem var í Krikanum hér í kvöld.“

FH hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kjartan segir lykilatriði að hópurinn héldi ró og trú á verkefninu.

„Halda ró og trú. Þessir fyrstu leikir voru mjög sérstakir. Við erum að spila þriðja heimaleikinn núna, loksins í áttundu umferð. Svo lengi sem við erum ekki að gefa mörk eða erum„sloppy" þá eru okkur allir vegir færir.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner