Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
banner
   sun 25. maí 2025 22:20
Kári Snorrason
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld, lokatölur 2-0. Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sterk frammistaða, það var liðsstemning í vikunni fyrir leik og við tókum það með okkur í leikinn. Ég er sérstaklega ánægður með að halda hreinu og að vinna á heimavelli. Við erum ósigraðir á heimavelli og við viljum reyna að halda því eins lengi og við getum.“

FH hefur einungis tapað einu sinni gegn Breiðabliki á heimavelli síðastliðin 6 ár.

„Mér sem leikmanni hefur oftast gengið vel gegn Breiðabliki. Við fórum í grunngildin, unnum seinni boltana og komum með kraft og stemningu í þessa frábæru mætingu sem var í Krikanum hér í kvöld.“

FH hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kjartan segir lykilatriði að hópurinn héldi ró og trú á verkefninu.

„Halda ró og trú. Þessir fyrstu leikir voru mjög sérstakir. Við erum að spila þriðja heimaleikinn núna, loksins í áttundu umferð. Svo lengi sem við erum ekki að gefa mörk eða erum„sloppy" þá eru okkur allir vegir færir.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner