Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn með sigurmarkið í Íslendingaslag - Davíð Snær og Gummi Tóta lögðu upp
Kolbeinn Þórðarson var hetja Gautaborgar
Kolbeinn Þórðarson var hetja Gautaborgar
Mynd: Guðmundur Svansson
Gummi Tóta lagði upp í sigri Noah
Gummi Tóta lagði upp í sigri Noah
Mynd: FC Noah
Davíð Snær kom öflugur inn af bekknum
Davíð Snær kom öflugur inn af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson var hetjan í liði Gautaborg sem vann 1-0 sigur á Malmö í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Blikinn skoraði með skalla eftir aukaspyrnu á 58. mínútu leiksins og tryggði sigurinn.

Kolbeinn lék allan leikinn með Gautaborg og þá byrjuður þeir Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen á bekknum hjá Malmö. Gautaborg er í 6. sæti með 16 stig, þremur stigum á eftir Malmö sem er í 5. sæti

Ari Sigurpálsson og Júlíus Magnússon spiluðu báðir í 4-1 sigri Elfsborg á Halmstad.

Ari byrjaði hjá Elfsborg en Júlíus kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Gísli Eyjólfsson kom við sögu hjá Halmstad í síðari hálfleiknum. Elfsborg er í öðru sæti með 25 stig en Halmstad í 13. sæti með 10 stig.

Brynjar Ingi Bjarnason var í vörn Ham/Kam sem vann 2-1 sigur á Molde í norsku úrvalsdeildinni. Sterkur sigur hjá Ham/Kam sem er í 13. sæti með 8 stig. Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á bekknum hjá Ham/Kam.

Flottur lokasprettur hjá Damir - Davíð og Gummi Tóta lögðu upp

Damir Muminovic lék síðasta deildarleik sinn með DPMM á tímabilinu er liðið vann Hougang, 3-2, í lokaumferðinni í Singapúr.

Sigurinn var sá sjötti í röð hjá DPMM sem hafnaði í 5. sæti deildarinnar með 44 stig. DPMM á enn eftir að spila síðari undanúrslitaleik í bikarnum gegn Lion City.

Davíð Snær Jóhannsson lagði upp jöfnunarmark Álasunds í 1-1 jafnteflinu gegn Start í norsku B-deildinni. Davíð og Ólafur Guðmundsson komu báðir inn af bekknum á 58. mínútu og jafnaði liðið metin tveimur mínútum síðar.

Álasund er í 4. sæti með 13 stig.

Guðmundur Þórarinsson lagði upp fyrra mark Noah í 2-0 sigri liðsins á Ararat-Armenia í næst síðustu umferð armensku úrvalsdeildarinnar.

Markið lagði hann upp á 25. mínútu leiksins. Gummi Tóta hefur fagnað frábæru tímabili með Noah sem vann bæði deild- og bikar.

Davíð Kristján Ólafsson lauk þá tímabilinu með Cracovia með því að vinna Zaglebie, 2-1, á útivelli. Cracovia hafnaði í 6. sæti deildarinnar með 51 stig og spilaði Davíð Kristján lykilhlutverk allt tímabilið.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu mínúturnar í 1-0 sigri Orlando City á Portland Timbers í MLS-deildinni í nótt. Hann kom við sögu á 86. mínútu og hjálpaði Orlando að halda út.

Orlando er í 4. sæti Austur-deildarinnar með 27 stig.

Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson spiluðu í 2-1 sigri AB á Aarhus Fremad í dönsku C-deildinni. Ágúst byrjaði leikinn en Ægir kom inn af bekknum. Ólafur Hjaltason spilaði með Aarhus.

AB er í 4. sæti meistarariðilsins með 42 stig. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner