Leikmannahópur Manchester United fór beint upp í flugvél til Malasíu eftir síðasta leik tímabilsins gegn Aston Villa í gær.
United endaði hörmulegt tímabil á 2-0 sigri gegn Aston Villa á heimavelli.
United endaði hörmulegt tímabil á 2-0 sigri gegn Aston Villa á heimavelli.
Eftir leikinn fóru leikmenn og þjálfarar liðsins beint upp á flugvöll þar sem þeir flugu til Malasíu í æfingaferð.
Samkvæmt Daily Mail fær félagið um 8 milljónir punda fyrir ferðina en þetta er talin nauðsynleg tekjulind eftir að hafa misst af Evrópukeppni.
United mun spila leiki í Kuala Lumpur í Malasíu og síðan í Hong Kong. Leikirnir eru 28. maí og svo 30. maí.
Alejandro Garnacho er á meðal leikmanna sem fara í verkefnið en hans framtíð er ekki hjá félaginu.
Man Utd mun svo sleppa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni þann 31. maí. Svo geta menn farið í smá sumarfrí.
Athugasemdir