Það er óhætt að segja að nýliðar Aftureldingar hafi ekki verið að gera neinar rósir á útivelli það sem af er sumri.
Afturelding hefur sótt tíu stig í átta leikjum en öll þessi stig hafa komið á heimavelli.
Afturelding hefur sótt tíu stig í átta leikjum en öll þessi stig hafa komið á heimavelli.
Þeir hafa tapað öllum fjórum útileikjum sínum til þessa og hafa þeir ekki skorað mark í þessum leikjum. Síðasta tapið var gegn KA um síðasliðna helgi.
„Það er mikið áhyggjuefni fyrir Mosfellinga að útivöllurinn virðist vera hausverkur," sagði Óskar Smári Haraldsson í Innkastinu.
Rætt var um það í Innkastinu að það hefði verið eins og Afturelding hefði farið á Akureyri með það í huga að sækja stigið.
„Mér finnst erfitt að horfa á þennan leik og segja annað," sagði Valur Gunnarsson.
Hægt er að hlusta á Innkastið hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir