Antony brotnaði niður og táraðist þegar hann ræddi um erfiðleikana sem hann átti hjá Manchester United. Hann segist hafa hætt að borða þegar dimmustu dagarnir gengu yfir.
Antony var í viðtali við TNT í Brasilíu en hann yfirgaf United og var lánaður til Real Betis fyrr á tímabilinu. Hann sýndi hæfileika sína hjá spænska félaginu sem vill halda honum. Betis er að búa sig undir að mæta Chelsea í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikudaginn.
Antony var í viðtali við TNT í Brasilíu en hann yfirgaf United og var lánaður til Real Betis fyrr á tímabilinu. Hann sýndi hæfileika sína hjá spænska félaginu sem vill halda honum. Betis er að búa sig undir að mæta Chelsea í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikudaginn.
Antony var keyptur á 82 milljónir til United en náði alls ekki að standa undir væntingum á Old Trafford og varð hreinlega skotspónn hjá fólki.
„Það breytti miklu að koma til Betis því ég þurfti að finna sjálfan mig, það var allt svo erfitt og hlutirnir voru ekki að ganga. Ég var óánægður og fannst ekki gaman að spila fótbolta lengur. Ég þurfti að finna gleðina því ég hafði alltaf elskað íþróttina," segir Antony.
„Ég var hreinlega að gefast upp en bróðir minn sagði mér að þrauka, hlutirnir myndu breytast. Dagarnir voru orðnir mjög erfiðir, ég hafði ekki styrk til að leika við son minn. Ég var bara inni í herbergi og borðaði ekki í einhverja daga."
„Staðan var erfið en með hjálp fjölskyldu minnar og Guðs gat ég haldið áfram og ég er glaður í dag."
Eins og áður segir vill Real Betis halda Antony innan sinna raða eftir góða frammistöðu á Spáni en Atletico Madrid og Juventus hafa einnig sýnt honum áhuga. Antony er með níu mörk og fimm stoðsendingar fyrir Betis og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleikinn.
Athugasemdir