
Það voru miklar væntingar gerðar til Jordyn Rhodes þegar hún var sótt í Val stuttu áður en tímabilið hófst.
Rhdoes var einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar í fyrra þegar hún lék með Tindastóli. Hún skoraði þá tólf mörk í 21 leik. Í sumar hefur hún gert eitt mark í sjö leikjum fyrir slakt Valslið.
Rhdoes var einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar í fyrra þegar hún lék með Tindastóli. Hún skoraði þá tólf mörk í 21 leik. Í sumar hefur hún gert eitt mark í sjö leikjum fyrir slakt Valslið.
Það mark kom úr vítaspyrnu en hún klúðraði víti á ögurstundu gegn Víkingum í síðasta leik. Það var lýsandi fyrir hennar frammistöðu hingað til í sumar.
„Hún hefur ekkert sjálfstraust, hún er búin að vera léleg," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um Rhodes í Uppbótartímanum.
„Það var stemning á Sauðárkróki í fyrra og það er hugsað rosalega vel um þessa leikmenn sem koma. Miðað við hana í fyrra og núna, þá finnst mér upplegg liðsins ekki henta henni. Mér finnst hún alltaf vera úr stöðu og aldrei nálægt markinu. Hún var í fyrra nálægt markinu og að taka hlaup á bak við vörnina. Mér finnst líka vanta gleði og vilja í þetta Valslið."
Hversu lengi í viðbót eiga þau að hafa trú á henni?
„Ég meina, ef við værum í körfubolta þá væri búið að senda hana heim. Ég held að það sé ágætis samlíking. Það eru komnar sjö umferðir og hún er með eitt mark: Hún klúðrar þessu víti sem hefði gefið Valsliðinu góð þrjú stig. Það kæmi mér á óvart ef hún myndi byrja næsta leik. Þetta tekur allt það litla sjálfstraust sem var eftir," sagði Maggi.
Athugasemdir