Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar um ummæli Óskars: Hef engar áhyggjur af þessu
,,Þurftum ekki nema 2-3 sendingar til að skora"
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistar og þrisvar bikarmeistari sem þjálfari. Alla titlana vann hann hjá KR.
Rúnar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistar og þrisvar bikarmeistari sem þjálfari. Alla titlana vann hann hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann sinn annan deildarsigur í röð síðasta föstudag þegar liðið vann 2-3 útisigur á KR. Með sigrinum fór Fram upp fyrir KR í töflunni og situr nú í 5. sæti með tólf stig, tveimur stigum meira en KR.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, í gær um ýmislegt og ummæli sem voru látin falla eftir leikinn gegn KR.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Rúnar var spurður út í ummæli sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, lét falla í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Í dag var eitt lið að reyna spila fótbolta en ég veit ekki hvað hinir voru að gera. Það er leiðinlegt þegar fótboltinn tapar," sagði Óskar.

Hvað finnst þér um þessi ummæli Óskars?

„Óskar hefur bara sína sýn á þetta, horfir á þetta út frá sínu liði og það er bara allt í góðu með það. Við unnum leikinn og við hef engar áhyggjur af þessu til að búa okkur til færi og skora mörk. Það er ein leið í þessu, svo er önnur leið að eiga 20-30 sendingar og skora svo. Það er bara fegurðin við fótboltann, hann er bara misjafn eins og hann er."

„En það var bara eitt lið sem stóð uppi sem sigurvegari og sennilega skoraði færri mörk en það átti að gera. Á meðan skoraði KR tvö draumamörk sem kannski gleymist í umræðunni; aukaspyrna upp í vinkilinn og skot utan af velli,"
segir Rúnar sem þjálfaði KR um árabil áður en hann tók við Fram haustið 2023.

„Ég virði alveg skoðun Óskars á þessu, menn mega alveg hafa sína skoðun á því hvernig eigi að spila fótbolta. Ég hef yfirleitt reynt að fara út í fótboltaleiki til að vinna þá, það hefur ekki skipt öllu máli hvort það sé einhver fagurfræði á bakvið það. Þetta snýst bara um að vera taktískt með rétta leikkerfið, reyna ná í úrslit og vinna titla - vera í einhverri baráttu. Stundum heppnast það og stundum ekki."

„Ég held að ég hafi alveg náð að sýna það áður að stundum hefur það heppnast hjá mér, þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Menn hafa bara mismunandi skoðanir á því hvernig á að gera hlutina. Ég hef ekkert út á það að setja þó að menn hafi einhverjar skoðanir og einhver komment eins og þessi. Það er bara eitthvað sem menn verða bara að standa og falla með. Það er bara þeirra, ég hef engar áhyggjur af því,"
segir Rúnar.
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Athugasemdir