Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 10:45
Elvar Geir Magnússon
Napoli fundar með Man Utd um Garnacho - Arsenal vill Mitoma
Powerade
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Kaoru Mitoma, leikmaður Brighton.
Kaoru Mitoma, leikmaður Brighton.
Mynd: EPA
Þrátt fyrir að enska úrvalsdeildin sé farin í frí þá gerir slúðrið það svo sannarlega ekki. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á leikmannamarkaðnum í sumar.

Íþróttastjóri Napoli, Giovanni Manna, mun funda með Manchester United um argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho (20). Ítölsku meistararnir gerðu 40 milljóna punda tilboði í hann í janúar en því var hafnað. (i paper)

Arsenal hefur blandað sér í baráttu við Bayern München um japanska landsliðsmanninn Kaoru Mitoma (28) hjá Brighton. (Sky Þýskalandi)

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) mun yfirgefa Sporting Lissabon í sumar. Hann er orðaður við Arsenal og Chelsea og hefur samkomulag við portúgalska félagið um að leyfa honum að fara fyrir lægri upphæð en 84 milljóna punda riftunarákvæði hans. (Sky Sports)

Arsenal vill fá argentínska markvörðinn Emiliano Martínez (32) aftur til félagsins frá Aston Villa. Real Madrid hefur áhuga á Spánverjanum David Raya (29) hjá Arsenal. (Sun)

Ryan Mason, aðstoðarstjóri Tottenham, er líklegastur til að taka við sem stjóri West Brom. (Talksport)

Leicester City hefur gert tilboð í framherjann Abdoul Karim Traore (18) frá Gíneu. Hann er hjá franska félaginu Bourg-en-Bresse. (Foot Mercato)

Arsenal vill að varnartengiliðurinn Thomas Partey (31) verði áfram hjá félaginu. Núverandi samningur hans rennur út í sumar og Arsenal hefur verið orðað við Martin Zubimendi (26) hjá Real Sociead. (Football.london)

Napoli hefur boðið belgíska miðjumanninum Kevin De Bruyne (33) 23 milljónir punda í laun yfir þriggja ára tímabil. De Bruyne yfirgefur Manchester City í sumar. (Fabrizio Romano)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur staðfest áhuga félagsins á De Bruyne. (II Mattino)

Andrea Berta, íþróttastjóri Arsenal, hefur átt í viðræðum við Rafael Leao, 25 ára, vængmann AC Milan, í tilraun til að sannfæra hann um að skipta yfir á Emirates leikvanginn í sumar. (TeamTalk)

Norwich City hefur haft samband við Liam Manning, knattspyrnustjóra Bristol City, varðandi möguleikann á að taka við á Carrow Road næsta tímabil. (Telegraph)

Arsenal hefur gert tilboð í Benjamin Sesko (21), framherja RB Leipzig. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner