Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Bæði lið stóðu heiðursvörð á Anfield
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool og Crystal Palace stóðu bæði heiðursvörð fyrir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag.

Liverpool varð deildarmeistari fyrir nokkrum vikum og er vaninn að lið standi heiðursvörð í leikjunum sem eftir eru í deildinni.

Palace gerði það því fyrir meistarana en heimamenn í Liverpool gerðu það sama fyrir Lundúnaliðið.

Á dögunum varð Palace bikarmeistari eftir að hafa unnið Manchester City á Wembley. Þetta var í fyrsta sinn sem Palace tekur enska bikarinn.

Leikmenn Liverpool stóðu því einnig heiðursvörð á þessum mikla hátíðardegi en úrvalsdeildarbikarinn fer á loft eftir leikinn.

Staðan í leiknum er 1-0 fyrir gestina í Palace. Ismaila Sarr gerði markið á 9. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner
banner