Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Arsenal á gjörgæslu vegna hjartavandamála
Rosicky á Laugardalsvelli
Rosicky á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomas Rosicky, fyrrum leikmaður Arsenal, var lagður inn á gjörgæsludeild í síðustu viku vegna hjartavandamála.

Þessi 44 ára gamli Tékki var í tíu ár hjá Arsenal frá 2006-2016 og spilaði 247 leiki.

Hann hefur verið íþróttastjóri uppeldisfélags síns Sparta Prag frá 2018. Hann og félagið hafa tilkynnt að hann muni taka að sér minna ábyrgðarstarf þegar hann hefur jafnað sig af veikindunum en hann var útskrifaður af spítala nokkrum dögum seinna.

„Ég hef alltaf farið alla leið sem leikmaður og íþróttastjóri. Þessar aðstæður hafa sýnt mér að ég þarf að huga betur að sjálfum mér. Slæmur lífstíll, skortur á hreyfingu og genatengt kom mér því miður hingað," skrifaði Rosicky sem segir að hann muni ná sér að fullu.

Athugasemdir