Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Yamal framlengir við Barcelona til 2031 (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski vængmaðurinn Lamine Yamal staðfesti tryggð sína við Barcelona í dag með því að framlengja samning sinn við félagið til 2031. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Börsungum.

Yamal er 17 ára gamall og er þrátt fyrir ungan aldur búinn að koma sér í hóp bestu leikmanna heims.

Táningurinn átti stóran þátt í mögnuðum árangri Barcelona á tímabilinu er það vann La Liga, konungsbikarinn og Ofurbikar Spánar.

Yamal var aðeins 15 ára og níu mánaða gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með Börsungum og nú tveimur árum síðar hefur hann spilað meira en hundrað leiki fyrir félagið.

Xavi gaf honum stærra hlutverk á síðasta tímabil í liðinu sem færði honum sæti í spænska landsliðið og um sumarið var hann valinn besti ungi leikmaðurinn er Spánn vann Evrópumótið.

Hann er titlaður hjá Barcelona sem næsti Lionel Messi þó leikstíll hans minni einna helst á brasilíska sóknarmanninn Neymar, sem spilaði um árabil hjá Börsungum.

Barcelona mun treysta á að hann leiði liðið áfram næstu árin og hefur félagið tryggt sér þjónutu hans næstu sex árin eða til 2031.

Yamal er framtíð Barcelona og halda honum engin bönd. Við vitum ekki enn hversu þátt þakið er hjá þessum frábæra leikmanni og verður spennandi að fylgjast með þróun hans.


Athugasemdir
banner