Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Cunha fær leyfi til að fara í læknisskoðun
Mynd: EPA
Matheus Cunha, leikmaður Wolves, hefur fengið leyfi til að fara í læknisskoðun hjá Manchester United.

Man Utd samþykkti skilmála Wolves varðandi greiðslufyrirkomulag á 62,5 milljóna punda klásúluverði leikmannsins og fékk Brasilíumaðurinn um leið leyfi til að fara í læknisskoðun og ganga frá sínum málum hjá United.

Cunha hefur þegar samið við Man Utd um kaup og kjör, en hann verður fyrsti leikmaðurinn sem félagið kaupir í sumarglugganum.

Hann mun formlega ganga í raðir United í næstu viku og skrifa undir langtímasamning.


Athugasemdir
banner
banner