Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 26. maí 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stig dregin af Jóa Berg og félögum og liðið féll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al-Orobah er fallið úr sádí arabísku deildinni þrátt fyrir sigur gegn Al-Taawon í lokaumferðinni í kvöld.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefði liðið átt möguleika á að bjarga sér frá falli með sigrinum en það varð ljóst í gær að liðið væri fallið.

Þá kom í ljós að þrjú stig voru dregin af liðinu. Það voru stig sem liðið fékk gegn Al-Nassr. Varamarkvörður liðsins lék leikinn en hann er einnig hermaður. Samkvæmt reglum er bannað að vera í tveimur störfum og var hann því ólöglegur.

Al-Nassr náði þriðja sætinu eftir að liðið var dæmdur sigur gegn Al-Orobah en það dugði ekki til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Jóhann Berg var ekki með í kvöld en samningur hans er runninn út.


Athugasemdir
banner
banner