Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kimberley Dóra og Tinna Brá inn í U23
Kvenaboltinn
Kimberley Dóra.
Kimberley Dóra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Brá.
Tinna Brá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hjá Þór/KA hefur verið kölluð inn í U23 landsliðið fyrir komandi æfingaleiki gegn Skotlandi sem fara fram ytra á næstu dögum. Kimberley Dóra kemur inn í hópinn í stað Örnu Eiríksdóttur sem var í U23 hópnum en var á laugardag kölluð inn í A-landsliðið í stað Amöndu Andradóttur.

Arna er ekki eini leikmaður FH sem var valin í þetta verkefni en getur ekki tekið þátt því Aldís Guðlaugsdóttir var valin í hópinn en varð fyrir því óláni að slíta krossband fyrir rúmri viku síðan. Í stað Aldísar kemur Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Vals, inn í hópinn.

Kimberley Dóra hefur nú þegar mikla reynslu að baki með yngri landsliðum Íslands, samtals 18 leiki með U19, U18, U17 og U16, en er nú í fyrsta skipti í hóp með U23 landsliðinu. Tinna Brá á að baki tólf leiki fyrir yngri landsliðið og þrjá með U23 landsliðinu, en einn af þeim var skráður sem A-landsleikur.

Hópurinn:
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - RSC Anderlecht
Andrea Rut Bjarnadóttir - Breiðablik
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Elín Helena Karlsdóttir - Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Breiðablik
Birna Kristín Björnsdóttir - FH
Elísa Lana Sigurjónsdóttir - FH
Ída Marín Hermannsdóttir - FH
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven
María Catharina Ólafsd. Gros - Linköping FC
Ísabella Sara Tryggvadóttir - FC Rosengard
Tinna Brá Magnúsdóttir - Valur
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Víkingur R.
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - Víkingur R.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Mist Funadóttir - Þróttur R.
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur R.
Athugasemdir
banner