Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho vill vera áfram hjá Chelsea
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Núna verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá Jadon Sancho, hvort hann verði áfram hjá Chelsea eða þá að honum verði skilað til Manchester United.

Samkvæmt Sky Sports hefur Sancho notið tíma síns hjá Chelsea og vill vera þar áfram.

Sancho var síðasta sumar lánaður til Chelsea og þau skilyrði sett að Lundúnafélagið myndi kaupa hann fyrir 25 milljónir punda. Chelsea getur rift því samkomulagi með því að borga United 5 milljónir punda.

Sancho byrjaði í leiknum mikilvæga gegn Nottingham Forest í gær og það þykir vísbending um það að félagið ætli að halda honum áfram.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist en Sancho er spenntur fyrir því að vera áfram í London.
Enski boltinn - Rándýr dómaramistök og bikar á loft á Anfield
Athugasemdir
banner
banner