Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   mán 26. maí 2025 14:19
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hlutabréfin í Gunnari jafn græn og búningur Njarðvíkur“
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er með Njarðvík klárlega í topp fimm. Ég hef óbilandi trú á Gunnari Heiðari," segir Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina, þegar rætt var um gengi Njarðvíkinga í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er að gera mjög áhugaverða hluti sem þjálfari Njarðvíkinga og alveg ljóst að félög í Bestu deildinni sem fara í þjálfaraleit munu vera með hans nafn á blaði.

Elvar Geir Magnússon segir í þættinum að hlutabréfin í Gunnari hafi hækkað mikið og Baldvin tekur undir það.

„Þau eru jafn græn og Njarðvíkurbúningurinn. Það er gríðarlega sterkt að fara í Kórinn og vinna. Njarðvík gæti hæglega verið með fullt hús. Þeir höfðu klúðrað víti í öllum leikjunum fram að þessum. Njarðvíkingarnir líta mjög vel út," segir Baldvin.

Njarðvíkingar voru í baráttunni um umspilssæti undir stjórn Gunnars í fyrra, á hans fyrsta tímabili með liðið, en gáfu eftir í lokin og misstu af úrslitakeppninni. Liðið er ósigrað í Lengjudeildinni eftir fjórar umferðir og hefði hæglega getað verið með fullt hús en hefur farið illa að ráði sínu á vítapunktinum.

Gunnar þjálfaði KFS og Vestra áður en hann tók við Njarðvík á miðju tímabili 2023. Gunnar var atvinnumaður til margra ára og lék 24 landsleiki.
Útvarpsþátturinn - Vond vörn og uppgjör við enska hringborðið
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner