Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rafael Victor fór til Portúgals í endurhæfingu
Lengjudeildin
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Rafael Victor, framherji Þórs, hefur ekkert spilað með liðinu í deildinni vegna meiðsla.

Hann spilaði síðast gegn Magna í 7-0 sigri í Mjólkurbikarnum en þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sagði eftir leikinn gegn Grindavík um helgina að hann hafi farið til Portúgals í endurhæfingu.

„Hann skaust til Portúgals í eina viku í smá endurhæfingu sem vonandi skilar því að það sé stutt í hann," sagði Siggi.

Rafael Victor gekk til liðs við Þór frá Njarðvík fyrir síðasta tímabil og skoraði 12 mörk í 23 leikjum í deild og bikar.
Athugasemdir
banner