Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
   sun 25. maí 2025 22:04
Kári Snorrason
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halldór Árnason segir sóknarleikinn hafa verið Breiðabliki að falli í dag.
Halldór Árnason segir sóknarleikinn hafa verið Breiðabliki að falli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hafði betur gegn Breiðabliki í Kaplakrika fyrr í kvöld. Lokatölur leiksins 2-0. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sóknarlega vorum við ekki nægilega góðir, við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. Við vitum alveg að FH-ingar liggja bara til baka, eru mjög þéttir. Það er ekki hægt að draga þá í pressu, þeir koma ekki neitt, þeir bara bíða."

Breiðablik hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum.

„Það er algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér. Við höfum tapað á þessum velli, þar sem við erum andlausir og töpum návígum. Við vorum það alls ekki í dag. Við klikkum á dekkningu í teig en heilt yfir voru þeir ekki að ná því sem þeir vildu gera. Það er jákvætt, en áfram gakk.“

„Við komumst bak við þá aftur og aftur. Við komumst í góðar stöður en að lokum verða ekki nein almennileg færi úr því. Þetta er ekki færanýtingin heldur stöðunýtingin.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner