Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   mán 26. maí 2025 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Heidenheim áfram í efstu deild eftir dramatískan sigur
Leikmenn Heidenheim fagna sigurmarkinu
Leikmenn Heidenheim fagna sigurmarkinu
Mynd: EPA
Elversberg 1-2 Heidenheim (3-4 samanlagt)
0-1 Honsak ('9 )
1-1 Fellhauer ('31 )
1-2 Scienza ('90 )

Elversberg fékk Heidenheim í heimsókn í seinni leik liðanna í umpsili um sæti í efstu deildinni í Þýskalandi á næstu leiktíð.

Liðin sem höfnuðu í þriðja neðsta sæti í efstu deild og þriðja efsta sæti í næst efstu deild taka þátt í leiknum.

Fyrri leikurinn fór 2-2 á heimavelli Heidenheim sem spilaði í efstu deild á síðustu leiktíð.

Heidenheim komst yfir snemma leiks en Elversberg jafnaði eftir hálftíma leik. Það var svo ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótatíma í seinni hálfleik að Leo Scienza komst í átt að marki og lék á einn varnarmann áður en hann kom boltanum í netið og tryggði Heidenheim sigurinn og þar með áframhaldandi veru í efstu deild.
Athugasemdir
banner